Á fundi sínum 13. desember 2012 vísaði bæjarráð 3. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags 29. nóvember 2012 til samfélags- og mannréttindaráðs:
Vilhjálmur G. Kristjánsson, Vestursíðu 5, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann lýsti áhyggjum sínum með að aldurstakmörk við sölu áfengis virðast ekki alltaf virt á veitingastöðum bæjarins. Hann spyr hvort bærinn geti beitt sér í þeim málum. Hann kom á fundinn sem stjórnarmaður í Forma í Menntaskólanum á Akureyri.
Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn var gestur fundarins undir þessum lið og upplýsti um vinnubrögð lögreglunnar við eftirlit á vínveitingastöðum.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Daníel fyrir komuna. Ráðið vill taka fram að Sýslumannsembættið á Akureyri gefur út áfengisveitingaleyfi og Akureyrarbær er einungis umsagnaraðili.