Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar 13. desember 2012 liðum b) og c) úr erindi Sigurðar Hlöðverssonar, Oddeyrargötu 5, úr viðtalstíma bæjarfulltrúa.
b) Oddeyrargata.
Hann vekur athygli á því að umferðin um götuna er gríðarlega mikil. Einnig bendir hann á að hugsa þurfi lausnir til að minnka umferð um götuna og að beina þurfi umferð um götur sem eru betur til þess fallnar að taka við umferðarþunga.
c) Gatnamót Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis
Sigurður telur að skynsamlegt gæti verið að setja hringtorg á gatnamót Drottningabrautar og Kaupangsstrætis til að létta á umferð þar.
Svör við fyrirspurn:
b) Í dag fer umferð ofan af Brekku um Kaupvangstræti, Oddeyrargötu, Þórunnarstræti og Dalsbraut. Með því er verið að dreifa umferðinni þannig að álagið verði sem jafnast og þannig til eins lítilla óþæginda og kostur er. Vegna landfræðilegra aðstæðna eru ekki aðrar leiðir í boði.
c) Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendinguna. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótunum.