Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012100043

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 27. september 2012 leggur Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis á svæði vestan Giljaskóla við Borgarbraut vegna nýrrar lóðar fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Einnig fylgir tillaga að umhverfisskýrslu og hljóðskýrsla dagsett 26. október 2012.
Samhliða tillögunni fylgir breytingaruppdráttur á deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu, dagsettur 27. október 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umhverfisskýrslu og að leitað verði samráðs um hana hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 27. september 2012 leggur Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis á svæði vestan Giljaskóla við Borgarbraut vegna nýrrar lóðar fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Einnig fylgir tillaga að umhverfisskýrslu og hljóðskýrsla dags. 26. október 2012.
Samhliða tillögunni fylgir breytingaruppdráttur á deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu, dags. 27. október 2012.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umhverfisskýrslu og að leitað verði samráðs um hana hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Giljahverfsis var auglýst frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Samhliða var auglýst breytingarblað um deiliskipulag Borgarbrautar-Vestursíðu dagsett 27. október 2012.
Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu auk þess sem þær voru aðgengilegar á heimasíðu skipulagsdeildar í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
8 athugasemdir bárust og er útdráttur úr þeim í fylgiskjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 16.1.2013". Þar er einnig að finna innkomnar umsagnir.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Giljahverfis var auglýst frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla dagsett í október 2012 og minnisblað um hljóðvist við Borgarbraut frá Eflu dagsett 31. október 2012 auk breytingarblaðs um deiliskipulag Borgarbrautar-Vestursíðu, dagsett 27. október 2012.
Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Eftir auglýsingartíma var lögð fram endurskoðuð hljóðskýrsla frá Eflu dagsett 24. janúar 2013 vegna rangra niðurstaðna þar sem skýrslan hafði verið byggð á röngum forsendum um umferðartölur ofl. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi leiðréttingar á umhverfisskýrslu, dagsettri í janúar 2013.
8 athugasemdir bárust og er útdráttur úr þeim í fylgiskjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013". Þar er einnig að finna innkomnar umsagnir.
Borist hefur tillaga frá nafnanefnd dagsett 11. janúar þar sem nefndin gerir það að tillögu sinni að lóðin og aðkoma hennar verði kennd við Borgarbraut og Giljahverfi og fái nafnið Borgargil.

Svör við athugasemdum koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013".
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan og nafn lóðaraðkomunnar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2013:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Giljahverfis var auglýst frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla dags. í október 2012 og minnisblað um hljóðvist við Borgarbraut frá Eflu dags. 31. október 2012 auk breytingarblaðs um deiliskipulag Borgarbrautar-Vestursíðu dags. 27. október 2012.
Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Eftir auglýsingartíma var lögð fram endurskoðuð hljóðskýrsla frá Eflu dags. 24. janúar 2013 vegna rangra niðurstaðna þar sem skýrslan hafði verið byggð á röngum forsendum um umferðartölur ofl. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi leiðréttingar á umhverfisskýrslu, dags. í janúar 2013.
8 athugasemdir bárust og er útdráttur úr þeim í fylgiskjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013". Þar er einnig að finna innkomnar umsagnir.
Borist hefur tillaga frá nafnanefnd dags. 11. janúar þar sem nefndin gerir það að tillögu sinni að lóðin og aðkoma hennar verði kennd við Borgarbraut og Giljahverfi og fái nafnið Borgargil.
Svör við athugasemdum koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan og nafn lóðaraðkomunnar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.