Sjávargata 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012040166

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 395. fundur - 02.05.2012

Erindi dagsett 24. apríl 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarna L. Thorarensen sækir um leyfi til að byggja vélageymslu við eldra hús á lóðinni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúr) í Hrísey, ásamt því að reisa tjaldskemmu til bráðabirgða. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 399. fundur - 30.05.2012

Erindi dagsett 24. apríl 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarna L. Thorarensen sækir um leyfi til að byggja vélageymslu við eldra hús á lóðinni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúr) ásamt því að reisa tjaldskemmu til bráðabigða. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Röngnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. maí 2012 ásamt samþykki nágranna.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h.
2) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3) Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Einnig er veitt tímabundið stöðuleyfi fyrir gámum og geymslutjaldi, matshluta 02, til tveggja ára.