Reglur um styrkveitingar nefnda - 2012

Málsnúmer 2012010384

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3339. fundur - 01.11.2012

Lögð fram drög að reglum um styrkveitingar hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð vísar drögunum til frekari vinnu í vinnuhópnum.

Bæjarráð - 3340. fundur - 08.11.2012

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð vísaði drögum að reglum um styrkveitingar hjá Akureyrarbæ til frekari vinnslu í vinnuhópnum á fundi sínum þann 1. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. nóvember 2012:
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð vísaði drögum að reglum um styrkveitingar hjá Akureyrarbæ til frekari vinnslu í vinnuhópnum á fundi sínum þann 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrkveitingar nefnda með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3502. fundur - 14.04.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2016 frá Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur aðstoðarmanni bæjarstjóra varðandi reglur um styrkveitingar nefnda.

Katrín Björg sat fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir reglurnar.
Bæjarráð þakkar kynninguna og beinir því til nefnda að yfirfara verklag styrkveitinga.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að því að samræmdar verði flokkanir á styrkveitingum og útbúinn verði gagnagrunnur til þess að halda utan um allar styrkveitingar frá bænum. Gagnagrunn sem heldur utan um söguna og auðveldar þá aðgengi nefndarmanna og bæjarfulltrúa að gögnum.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég skora á bæjarráð að setja upplýsingar um allar styrkveitingar Akureyrarbæjar á einn stað á vef bæjarins, framsettar með aðgengilegum hætti.