Lagður fram tölvupóstur dags. 27. september 2013 frá umboðsmanni skuldara til bæjarstjóra þar sem upplýst er að ákvörðun hafi verið tekin um að loka útibúi umboðsmanns skuldara á Akureyri. Rætt hafi verið við starfsmenn og uppsögn leigusamnings verið afhent.
Umboðsmaður þakkar gott samstarf.
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað hjá embættinu og endurskipulagning. Niðurskurður næsta árs er áætlaður tæplega 25%, sem bitnar því miður m.a. á útibúum embættisins. Að öllu óbreyttu verður útibúinu á Akureyri lokað um næstu áramót.
Bæjarráð mótmælir þeirri ákvörðun að loka eigi útibúi Umboðsmanns skuldara á Akureyri. Óhætt er að fullyrða að mikil þörf er fyrir starf embættisins á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu en að auki hefur starfsstöðin veitt einstaklingum og fjölskyldum í skuldavanda á Austurlandi og annars staðar á Norðurlandi þjónustu.
Afar brýnt er að verja þau opinberu störf sem sinnt er á landsbyggðinni og skýtur skökku við að loka nú útibúinu á Akureyri sem þýðir einvörðungu að leysa verður úr vanda þeirra 12% umsækjenda sem nýtt hafa þjónustuna á Akureyri frá skrifstofunni í Reykjavík