Jóhann Ásmundsson VG óskaði eftir upplýsingum varðandi stöðuna í fjölskylduráðgjöf HAK. Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslunnar upplýsti um veikindaleyfi fjölskylduráðgjafa sem fyrirséð er að standi í amk. mánuð til viðbótar. Fagfólk á HAK er mjög vakandi yfir mögulegu neyðarástandi sem af þessu kann að stafa. Fólki var boðinn tími hjá sálfræðingi sem margir þáðu en aðrir kusu að bíða eftir að veikindaleyfi fjölskylduráðgjafa lyki. Ef starfsfólk HAK metur ástæðu til annara úrræða þá verður við því brugðist.
Félagsmálaráð tekur undir áskorunina.