Starfsendurhæfing Norðurlands - fyrirspurn

Málsnúmer 2011040079

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1121. fundur - 13.04.2011

Jóhann Ásmundsson VG óskaði eftir umræðu um stöðu Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN).
Guðrún Sigurðardóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðuna, en útlit er fyrir að samningar ríkisins við starfsendurhæfingastöðvar verði ekki endurnýjaðar. Núverandi samningur rennur út í maí og fyrirséð er verulegur samdráttur. Líkur eru á að framvegis verði fjármunum ríkisins beint í Starfsendurhæfingarsjóðinn Virk sem ætlað er að stýra kaupum á starfsendurhæfingu. Hlutverk Virk er að sjá um endurhæfingu fyrir vinnumarkaðinn en útaf stendur starfsendurhæfing þyngsta hópsins sem Starfsendurhæfing Norðurlands hefur séð um og ekki er í forgangshópi Virk. Viðbúið er að ef starfsemi SN hætti þá muni hluti þess fólks sem þar er þurfa að leita til félagsþjónustunnar. Árangur af starfsendurhæfingu SN er um 80%, ýmist í námi eða starfi. Félagsmálaráð mun fylgjast með þessu máli áfram.