Öldrunarheimili Akureyrar - markviss verkefni

Málsnúmer 2011030072

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1121. fundur - 13.04.2011

Öldrunarheimili Akureyrar hafa gert samning við Markviss um þarfagreiningu og gerð fræðsluáætlunar fyrir starfsfólk öldrunarheimilanna til tveggja ára. Styrkir hafa fengist úr Sveitamennt og Mannauðsjóði Kjalar til greiðslu á verkefninu. Nú er verið að gera könnun á óskum og þörfum allra starfsmanna sem fræðsluáætlunin mun síðan byggjast á.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.