Skipulagsdeild - samskipti

Málsnúmer 2011020148

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 111. fundur - 30.03.2011

Bæjarráð vísaði þann 3. mars 2011 til skipulagsnefndar erindi frá Matthildi Sigurjónsdóttur úr viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Matthildur ræddi samskipti við skipulagsyfirvöld vegna verklegra framkvæmda sem henni þótti lítt leiðbeinandi.

Samkvæmt meðfylgjandi skjali þar sem ferill umsóknar um byggingarleyfið er rakinn er gerð skýr grein fyrir málsferlinu eins og það var statt á hverjum tíma sbr. útsend bréf. Þar sem ekki var til deiliskipulag af umræddu svæði ber að setja slíkar umsóknir í grenndarkynningu sbr. lög þar um. Að því loknu er gefið út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum um aðaluppdrætti og önnur tilskilin gögn er varða framkvæmdina. Skipulagsnefnd tekur undir með bréfritara að alltaf sé hægt að bæta upplýsingagjöf er varða skipulags- og byggingarmál sem oft á tíðum eru torskilin almenningi og tekur málið til skoðunar.