Stjórnendaálag

Málsnúmer 2011020006

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 04.02.2011

Erindi frá framkvæmdastjóra búsetudeildar, Kristínu Sóley Sigursveinsdóttur, dags. 1. febrúar 2011 varðandi túlkun á reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag skv. grein 1.5.3 í kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.
Karl Guðmundsson verkefnastjóri sat fund nefndarinnar undir þessum lið.

Samhljóða niðurstaða kjarasamninganefndar varðandi túlkun á 5. gr. skilgreiningar Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags er að starf forstöðumanns skammtímavistunar og Árholts uppfylli ekki skilyrði 5. greinar vegna greiðslu viðbótarálags. Starfið uppfyllir ekki c. lið 5. greinar sem er svohljóðandi: "5. c. Stjórnandi stýrir meira en einni starfseiningu. Starfseining telst vera sambýli/þjónustukjarni þar sem 4 eða fleiri íbúar búa."