- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með framlagða tillögu að áætlun í jafnréttismálum. Sérstaklega fagnar ráðið eftirfarandi atriðum:
* að orsakir launamunar kynjanna eftir landsvæðum verði greindar og mótaðar tillögur að aðgerðum til að útrýma honum.
* að gagnagrunnur um jafnrétti kynjanna í sveitarstjórnum verði uppfærður og honum viðhaldið.
* að meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar verði í boði víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Ráðið bendir í því sambandi á að í Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er eitt af markmiðunum að kanna möguleikana á að koma á fót slíku úrræði á Akureyri.
* að verkefninu Jafnrétti í skólum verði framhaldið, en Akureyrarbær var eitt þeirra sveitarfélaga sem lögðu grunninn að verkefninu.
* að háskólar verði hvattir til að innleiða námskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur.
Samfélags- og mannréttindaráð vill koma á framfæri þeirri ábendingu að framkvæmdasjóður jafnréttismála verði opnaður fyrir samstarfsverkefnum þeirra sveitarfélaga sem undirritað hafa Jafnréttissáttmála Evrópu.
Jafnframt hvetur samfélags- og mannréttindaráð Háskólann á Akureyri til að gera kynjafræði að skyldufagi í grunnnámi í kennaradeild.