1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. desember 2010:
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23. nóvember 2010 vegna fyrirspurnar um málsmeðferð aðalskipulags Hríseyjar.
Skv. 5. mgr. 16. gr. skipulags- og byggingarlaga skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag Akureyrar 2005-2018.
Í gildi eru þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir Akureyrarkaupstað eftir sameiningu við Hrísey og Grímsey.
Óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar til endurskoðunar aðalskipulags í öllu sveitarfélaginu. Er það mat Skipulagsstofnunar að ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í heild sinni þ.m.t. fyrir Hrísey og Grímsey.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að neðangreind bókun verði samþykkt.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að endurskoða Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 að svo stöddu en leggur til að gerðar verði þær aðalskipulagsbreytingar sem þörf er á, þ.m.t. á aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Aðalskipulag Grímseyjar 1996-2016 er í gildi og ekki þörf á breytingum að sinni.
Stefnt verði að því að endurskoða þessar þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir 2018 til að samræma stefnu í einstökum málaflokkum og hefja undirbúning að þeirri vinnu á árinu 2016.
Auður Jónasdóttir fulltrúi VG greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað:
Metnaðarleysi þessarar afgreiðslu kemur mér á óvart. Ég vonaðist eftir áhuga og vilja til að endurskoða Aðalskipulag Akureyrar í heild sinni á þessu kjörtímabili. Ég óttast að þetta stuðli að ógegnsæi í skipulagsmálum bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.