Samnorræn skýrsla um réttarvitund barna

Málsnúmer 2010100109

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 75. fundur - 27.10.2010

Lögð fram til kynningar samnorræn skýrsla um réttarvitund barna. Rannsóknin var framkvæmd í tilefni 20 ára afmælis barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að á meðal norrænna barna telja íslensk og dönsk börn sig vita minnst um réttindi sín. Skýrsluna má finna á
http://unicef.is/utgefid_efni_norraenskyrsla

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir áhyggjum sínum af því að íslensk börn séu ekki betur upplýst um eigin réttindi og skyldur og hvetur alla fullorðna til að sýna þá ábyrgð að kynna sér málið.