Vinnueftirlitið - vinnuverndarstarf

Málsnúmer 2010090034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3239. fundur - 16.09.2010

Lagt fram til kynningar erindi dags. 2. september 2010 frá Vinnueftirlitinu þar sem kynntar eru skyldur bæjar- og sveitarstjórna varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum. Þar kemur meðal annars fram að allir vinnustaðir eiga að gera áhættumat á störfum starfsmanna og að í fyrirtækjum með 10 starfsmenn eða fleiri eiga að vera starfandi öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður eða öryggisnefnd þar sem starfa 50 eða fleiri. Einnig er óskað eftir að sveitarfélög svari spurningalista um stöðu áhættumats hjá stofnunum og vinnustöðum þess.