9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. ágúst 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 28. júlí 2010, ásamt afriti af bréfum skipulagsstjóra til HK húseigna ehf, Íbúðalánasjóðs og Jafets Ólafssonar, eigenda Ásatúns 34, 36 og 38. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að eigendur fái óháða verkfræðistofu til að skoða og álagsprófa milli- og loftaplötur Ásatúns 34 og skila skýrslu um prófunina til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar með vísun í gr. 9.12 og 61.6 í byggingarreglugerð 441/1998. Þar sem sömu aðilar sáu um uppsetningu á milli- og loftaplötum Ásatúns 34, 36 og 38 er farið fram á að milli- og loftaplötur Ásatúns 36 og 38 verði skoðaðar á sama hátt. Andmælafrestur er liðinn og óskaði Bjarni M. Bjarnason fyrir hönd HK húseigna ehf eftir gögnum og lengri frest sem var samþykkt og frestur lengdur til 30. ágúst 2010. Er hér með lagt til að skipulagsnefnd samþykki tillögu skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.