5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 7. júlí 2010:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 50-68 við Kjarnagötu var auglýst frá 12. maí með athugasemdarfresti til 23. júní 2010. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 2. júní 2010. Engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.