1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 16. ágúst 2010:
Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir stöðuna í innritun í leikskóla eins og hún liggur fyrir núna, ásamt tillögum til lausna. Þar kemur fram að sex leikskólar geta bætt við sig 13 börnum á aldrinum 18 mánaða til 4 ára, án þess að bæta þurfi við stöðugildum. Þá eru þrír leikskólar tilbúnir til að fjölga um 13 börn hjá sér en til þess þarf að bæta við 2,52 stöðugildum. Kostnaður vegna þessa er áætlaður tæpar tvær milljónir á þessu ári en rúmar sex milljónir á ársgrundvelli árið 2011. Ef þessi fjölgun gengur eftir verður búið að innrita tæp 55% 18 mánaða barnanna. Það er heldur hærra eða svipað hlutfall og undangengin 5 ár.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 1.995.000 á fjárhagsárinu 2010, til þess að geta bætt við 13 rýmum við þrjá leikskóla.
Lagt fram til kynningar.