Lundarhverfi - reitur 2.51.7 - breyting á deiliskipulagi Brálundar

Málsnúmer 2010020057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3230. fundur - 08.07.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010:
Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 17. mars með athugasemdafresti til 28. apríl 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði og Dagskránni. Þrjár athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. maí 2010.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Meirihluti bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

 

Oddur Helgi Halldórsson og Petrea Ósk Sigurðardóttir sátu hjá við afgreiðslu.