Ungmennahús

Ungmennahús er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk frá 16 ára aldri. Ungmennahús er á 4. hæð í Rósenborg og opnunartíminn er: þriðjudagar og fimmtudagar 17-22.

Boðið er upp á innihaldsríka og uppbyggilega starfsemi á sviði menningar, lista, fræðslu og tómstunda.

Starfsfólk Ungmennahúss aðstoðar ungt fólk við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og veitir aðstöðu fyrir starfsemina.

Í Ungmennahúsi eru starfandi ýmsir hópar og klúbbar.  Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk um ýmis mál.

Umsjónarmaður Ungmennahúss er Hafsteinn Þórðarson, hafsteinnth[hjá]akureyri.is

Ungmennahúsið á Instagram 

Kynningarmyndband:

Síðast uppfært 11. október 2023