Bjarkarlundur 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024110642

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 435. fundur - 27.11.2024

Erindi dagsett 15. nóvember 2024 þar sem að Áskell Viðar Bjarnason óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bjarkarlundur 2. Í kjölfar jarðvegskannana hefur verið ákveðið að byggja húsið á súlum og hætt við að hafa bílskúr hálf niðurgrafinn. Þetta felur í sér að húsið hækkar að hluta (ofan við bílskúr) umfram gildandi skilmála um hámarkshæð, þ.e. verður 5,85 m í stað 5,0 m.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum í Bjarkarlundi 4, Reynilundi 1 og 3 ásamt Grenilundi 21 og 23.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.