- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað að hún vilji samþykkja erindið.
Orri Kristjánsson S-lista óskar að bóka: Það heyrir tæplega til góðra stjórnsýsluhátta að skipulagsráð Akureyrarbæjar fari gegn þeim verklagsreglum sem bæjarfélagið hefur sjálft sett sér er varða götulokanir í Listagilinu, líkt og fyrirspurnin felur í sér. Vert er að benda á að skipulagsráð hafnaði fyrirspurn af sama meiði að hluta á fundi sínum þann 10. apríl á síðasta ári og vísaði við það tilefni til verklagsreglna sem gilda um götulokanir í Listagilinu. Ljóst er, m.v. fyrirspurn, að vilji forsvarsmanna Gildaga stendur til þess að loka fyrir umferð um Listagilið dagspart á meðan á Gildögum stendur og utan þess ramma sem verklagsreglur mæla fyrir um. Verður þó ekki komist að annarri niðurstöðu en að árangursríkara gæti reynst að ná þessum vilja fram á annan hátt en að senda að megninu til sömu fyrirspurn fyrir skipulagsráð og hafnað var að hluta á síðasta ári og á meðan sömu reglur gilda um téðar götulokanir.