Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nokkrar góðar fyrir jólin

Við lesum

Meðal starfsfólks Amtsbókasafnsins eru margir öflugir bókaormar sem hafa verið að smakka á nýju efni nú fyrir jólin. Eins og gengur er fólk misánægt með jólabækurnar en það er greinilegt að það er ýmislegt vel þess virði að lesa. Bókaormarnir okkar nefndu m.a. Boxarann, Undantekninguna, Suðurgluggann, Orrustuna um fold, Reykjavíkurnætur, Ósjálfrátt, Það var ekki ég, Íslendingablokk, Appelsínur frá Abkasíu, Húsið, Fyrir Lísu, Hina ótrúlegu pýlagrímsgöngu Harolds Fry, Krúnuleikana, Mensalder, Eldhús ömmu Rún, Randalín og Munda og Kattasamsærið.
Lesa fréttina Við lesum
Gleðileg jól!

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar

22. desember – 11:00-16:00 23. desember – Lokað 24. desember – Lokað 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – 10:00-19:00 28. desember – 10:00-19:00 29. desember – 11:00-16:00 30. desember – Lokað 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – 10:00-19:00
Lesa fréttina Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar
Amtsbókasafnið á Akureyri

Tilnefndar og títtnefndar bækur

Nú er okkar árlega jólabókaflóð í hámarki og bókafólk keppist við að lesa og gagnrýna þær bækur sem streyma á markað. Sumar bækur fá meiri athygli en aðrar og nokkrar fá bæði tilnefningar og verðlaun. Hér höfum við tekið saman þær bækur sem nýverið hafa fengið viðurkenningar frá starfsfólki bókaverslana og verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, íslensku þýðingarverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, Norrænu barnabókaverðlaunanna og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Lesa fréttina Tilnefndar og títtnefndar bækur
Leitir.is

Leitir.is

Vefurinn Leitir.is hefur verið uppfærður og endurbættur. Helstu nýjungar eru: Nýtt farsímaviðmót, fleiri möguleikar við að afmarka leitir, facebook-„like“ hnappur við hverja færslu, árvekniþjónusta og vistun leita. Við hvetjum lánþega okkar til að fara í leitir og prófa þjónustuna sem þar er í boði.
Lesa fréttina Leitir.is
Metsölubækur

Metsölubækur í Hofi

Í desember stillum við upp metsölubókum frá aldamótum í bókahilluna í Hofi. Stuðst er við metsölulista bókaverslana frá 2000-2009 sem yfirleitt eru birtir um hver áramót. - Þar má finna bæði skáldrit og fræðirit sem mörg eru enn í fersku minni en önnur virðast fallin í gleymskunnar dá. Nú gefst tækifæri til að rifja upp kynni við gamla metsöluhöfunda og sjá hverjir enn eru að skrifa metsölubækur!
Lesa fréttina Metsölubækur í Hofi
Af alúð bæ mótið...

Afmæliskveðjur til Akureyrar

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar hafa einstaklingar, fyrirtæki, félög, hópar og samtök sent afmælisbænum kveðjur. Margar þeirra eru gerðar af frumleika og listfengi og því við hæfi að setja upp sýningu með öllum þessum skemmtilegu afmæliskveðjum. Enn er opið fyrir kveðjur og því ekki of seint að vera með í sögulegri sýningu á afmæliskortum sem opnuð verður þriðjudaginn 4. desember kl. 17:00
Lesa fréttina Afmæliskveðjur til Akureyrar
16 dagar

Heimilisfriður - Heimsfriður

Málþing um heimilisofbeldi á vegum Jafnréttisstofu verður á Amtsbókasafninu, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00. Þann 25. nóvember verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 21. sinn út um allan heim. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Yfirskrift átaksins á Íslandi er Heimilisfriður-Heimsfriður og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Borgarar eru hvattir til að virða sjálfsögð réttindi allra til öryggis og vellíðunar á þeim griðastað sem heimilið á að vera og viðurkenna að heimilisofbeldi er aldrei einkamál.
Lesa fréttina Heimilisfriður - Heimsfriður
Gummi fer á veiðar með afa

Bókakynning í barnadeild í dag

Dagbjört Ásgeirsdóttir kynnir bók sína, Gummi fer á veiðar með afa, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 16:15. Gummi vissi ekki að sæskrímsli væru til, en hann kemst að því þegar hann fer á grásleppuveiðar með afa sínum. Þetta er fyrsta bókin í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba. Rebbi, yrðlingurinn, er besti vinur Gumma. Saman lenda þeir í spennandi og stundum hættulegum ævintýrum í sveitinni hjá afa og ömmu.
Lesa fréttina Bókakynning í barnadeild í dag
Elly

Elly

Margrét Blöndal les úr bók sinni um Ellý Vilhjálms Hér segir hún ævisögu Ellyjar Vilhjálms og leitar víða fanga eftir heimildum. Hér er sögð heillandi saga af konu sem bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga. Saga konu sem aldrei gafst upp og var sjálfstæð til síðasta dags. Hver var hún, þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum og vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk forboðið snákablóð og smyglaði sögufrægum apa til Íslands?
Lesa fréttina Elly
Vampýrur í blíðu og stríðu

Vampýrur í blíðu og stríðu

21. nóvember kl. 17:00 – Úlfhildur Dagsdóttir fjallar um vampýrur í blíðu og stríðu - Forboðnar ástir, erótík og hryllingur. Fjallað verður um ólíkar birtingarmyndir vampýrunnar, með áherslu á bókmenntir og kvikmyndir síðustu tveggja alda, eða svo. Vampýran hefur löngum verið fulltrúi forboðinna ásta og ókennilegrar erótíkur, en jafnframt þekkt sem eitt helsta og banvænasta skrýmsli hrollvekjunnar. Á síðari árum hafa komið fram skáldsögur og kvikmyndir (og sjónvarpsþættir) sem sýna vampýruna í nokkuð nýju ljósi, með aukinni áherslu á ástir og erótík, en hverfandi áherslu á hrylling.
Lesa fréttina Vampýrur í blíðu og stríðu
Fyrir Lísu - Steinunn Sigurðardóttir

Fyrir Lísu

19. nóvember kl. 17:00 – Steinunn Sigurðardóttir les úr bók sinni Fyrir Lísu - Fyrir Lísu er ellefta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur. Bókin er sjálfstætt framhald af skáldsögunni Jójó sem fór sigurför í fyrra, hlaut verðlaun bóksala og einróma lof gagnrýnenda, full hús af stjörnum, og sérlega hlýjar undirtektir lesenda. Illugi Jökulsson skrifaði á bloggið sitt: “Það er ekki á hverjum degi sem gamall hundingi er beinlínis þakklátur fyrir að hafa lesið bók.”
Lesa fréttina Fyrir Lísu