Við lesum

Nokkrar góðar fyrir jólin
Nokkrar góðar fyrir jólin

Meðal starfsfólks Amtsbókasafnsins eru margir öflugir bókaormar sem hafa verið að smakka á nýju efni nú fyrir jólin. Eins og gengur er fólk misánægt með jólabækurnar en það er greinilegt að það er ýmislegt vel þess virði að lesa.

Bókaormarnir okkar nefndu m.a. Boxarann, Undantekninguna, Suðurgluggann, Orrustuna um fold, Reykjavíkurnætur, Ósjálfrátt, Það var ekki ég, Íslendingablokk, Appelsínur frá Abkasíu, Húsið, Fyrir Lísu, Hina ótrúlegu pýlagrímsgöngu Harolds Fry, Krúnuleikana, Mensalder, Eldhús ömmu Rún, Randalín og Munda og Kattasamsærið.

Það er ljóst af þessu úrvali að allir ættu að geta fundið sér góða bók við hæfi fyrir jólin og átt gleðileg bókajól!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan