Bókakynning í barnadeild í dag

Gummi fer á veiðar með afa
Gummi fer á veiðar með afa

Dagbjört Ásgeirsdóttir kynnir bók sína, Gummi fer á veiðar með afa, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 16:15.

Gummi vissi ekki að sæskrímsli væru til, en hann kemst að því þegar hann fer á grásleppuveiðar með afa sínum.

Þetta er fyrsta bókin í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba. Rebbi, yrðlingurinn, er besti vinur Gumma. Saman lenda þeir í spennandi og stundum hættulegum ævintýrum í sveitinni hjá afa og ömmu.

Sögurnar um Gumma og Rebba eru með fjölbreyttan orðaforða og hafa yfir sér þjóðsagnablæ. Þær henta einkar vel fyrir foreldra sem vilja efla orðaforða og málskining barna sinna og í leikskólalæsi og byrjendalæsi.

Hlökkum til að sjá ykkur, kveðjur Herdís og Dagbjört
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan