Metsölubækur í Hofi

Metsölubækur
Metsölubækur

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarf Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN

Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Metsölubækur í Hofi

Í desember er þemað; Metsölubækur frá aldamótum. Stuðst er við metsölulista bókaverslana frá 2000-2009 sem yfirleitt eru birtir um hver áramót. Hér má finna bæði skáldrit og fræðirit sem mörg eru enn í fersku minni en önnur virðast fallin í gleymskunnar dá.

Nú gefst tækifæri til að rifja upp kynni við gamla metsöluhöfunda og sjá hverjir enn eru að skrifa metsölubækur!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan