Ungmennadeild

Ungmennadeild Amtsbókasafnsins er á 1. hæð safnsins, við hliðina á Fantasíu- og teiknimyndasögudeild.

Amtsbókasafnið leggur áherslu á að hafa gott og fjölbreytt úrval ungmennabóka á bæði íslensku og ensku. Í deildinni er lítið þemaborð þar sem reglulega eru fengnar að láni bækur úr öðrum safndeildum. Þar er einnig að finna hugmyndabanka og eru ungmenni hvött til þess að setja í kassann tillögur um viðburði og bækur sem þau vilja að safnið eignist.

Allar ungmennabækur sem komu út fyrir árið 2005 er að finna í Gamalt og gott á 2. hæð safnsins.

Amtsbókasafnið safnar markvisst bókameðmælum frá ungmennum og heldur úti Instagram-reikningi fyrir ungmennabækur og Facebook-hópnum Bækur unga fólksins, þar sem áherslan er á bækur sem höfða til barna og ungmenna á aldrinum 10-17 ára. Bókameðmælamiðar eru í ungmennadeildinni en nú er einnig hægt að senda inn rafræn bókameðmæli.

Mynd úr ungmennadeild Amtsbókasafnsins, hornsófastóll og hillur með bókum

Í ungmennadeildinni er tilvalið að slaka á í þægilegum hægindastól eða setjast við borð og leysa heilaþrautir, lita, spila eða læra.

Hrönn Björgvinsdóttir sér um ungmennadeildina og starfsemi tengda henni, netfang hennar er hronnb@amtsbok.is.

Síðast uppfært 14. september 2022