Borðspilakvöld

Spilar þú borðspil?

Alla þriðjudaga kl. 17:00 eru borðspilakvöld fyrir fullorðna á kaffiteríu Amtsbókasafnsins en þátttakendur eru jafnframt hvattir til þess að koma með sín eigin spil og kenna öðrum. Engin þörf er á að ská sig fyrirfram heldur bara að mæta á staðinn. Hrönn Björgvinsdóttir heldur utan um borðspilaviðburði, nánari upplýsingar veitir hún á netfanginu hronnb@amtsbok.is

Ungmenni sem eru vaxin upp úr Spilafjöri Amtsbókasafnsins eru hjartanlega velkomin.

Hér má sjá yfirlit yfir borðspil í eigu Amtsbókasafnsins.

Dagsetningar spilaviðburða er að finna í viðburðadagatali Amtsbókasafnsins.

 

Síðast uppfært 02. október 2023