Bækur

Á Amtsbókasafninu er lagður metnaður í að bókakostur safnsins höfði til breiðs hóps bókasafnsgesta. Við val á safngögnum er einkum miðað við að almenningur á öllum aldri eigi greiðan aðgang að vönduðum og fjölbreyttum safnkosti bæði hvað varðar form og innihald og að safnkosturinn uppfylli óskir og þarfir notenda.

Mynd af vinsælum bókum og kiljum á Amtsbókasafninu Mynd af matreiðslubókum ...

Við val á bókum eru eftirfarandi atriði einnig höfð að leiðarljósi:

  • Símenntun
  • Örvun lestraráhuga
  • Efling íslenskrar tungu
  • Úrval bóka á erlendum tungumálum
  • Efling á gagnkvæmum skilningi milli mismunandi þjóða og þjóðfélagshópa 
  • Jafnrétti kynja og menningarhópa
  • Þátttaka í framþróun t.d. hvað raf- og stafræna útgáfu varðar

Við tökum að okkur að útvega efni frá öðrum bókasöfnum ef það er ekki til á Amtsbókasafninu á Akureyri. Allir sem eiga gild bókasafnsskírteini hjá okkur geta nýtt sér þessa þjónustu. Í langflestum tilvikum eru rit komin frá innlendum söfnum innan tveggja til fimm sólarhringa en bíða þarf lengur eftir bókum erlendis frá. Hvert eintak sem fengið er frá bókasafni innanlands kostar 2.000 kr. og 3.000 kr. sé það fengið hjá bókasafni erlendis frá. Hægt er að panta efni í millisafnaláni beint á amt.leitir.is eða senda beiðni á millisafnalan@akureyri.is. (Ath! Nýja bókasafnskerfið Alma var tekið í sumarið 2022 og þar gætu verið enn ýmis atriði sem þarf að fínpússa og laga, t.d. millisafnalánin, þannig að athugið endilega báða þessa möguleika)

Hægt er að fletta upp á amt.leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til á Amtsbókasafninu. Ef svo er ekki má alltaf láta okkur vita ef þú veist um efni sem þér finnst að ætti að vera til hjá okkur. Stysta leiðin til þess er að fylla út tillögu um efniskaup, sem má gera með því að smella hér.

Síðast uppfært 02. janúar 2024