Vissir þú?

Vissir þú að hér eru ekki bara bækur?

Amtsbókasafnið á Akureyri er ekki bara safn bóka. Hér fer fram ýmiskonar starfsemi og fjölþætt þjónusta!

  • Hér er alúðlegt starfsfólk sem aðstoðar stóra og smáa
  • Hér er ódýrasta, besta og eina DVD leigan í bænum
    (Fræðslumyndir - Kvikmyndir á ýmsum tungumálum - Sjónvarpsþættir)
  • Hér eru hljóðbækur fyrir alla - engir skilmálar
  • Hér er boðið upp á íslenskuþjálfun sem er í umsjón Rauða krossins
  • Hér eru sögustundir fyrir börnin
  • Tónlist og hljóðbækur fyrir börn
  • Hér er góð sýningaraðstaða fyrir alla
  • Hér lánum við allskonar spil
  • Hér er hægt að ljósrita
  • Hér er hægt að skanna
  • Hér er hægt að prenta út
  • Hér hittist handavinnuhópurinn Hnotan yfir vetrartímann og er hópurinn opinn öllum
  • Hér er hægt að lesa dagblöðin og vel valin tímarit - Nýjustu alltaf inni!
  • Hér er hægt að kaupa fallegar gjafir, t.d. múmínkönnur, bókaljós og púsl
  • Hér er hægt að halda fundi, kynningar eða fyrirlestra
  • Hér er hægt að lesa og læra
  • Hér er hægt að gera akkúrat ekki neitt, kannski bara að slappa af!
  • Lesbásar - Hægindastólar
  • Hér er opinn netaðgangur
  • Hér eru almenningstölvur
  • Hér á þriðju hæð hússins er Héraðsskjalasafn
  • Hér má koma með tillögur að efniskaupum
  • Hér eru lánuð hlutverkaspil
  • Hér er lífleg barnadeild
  • Hér er starfræktur spilafjör fyrir börn yfir vetrartímann 
  • Hér eru getraunir og leikir
  • Hér er Sumarlestur fyrir börn
  • Það er hægt að panta bækur / taka frá
  • Hér er hægt að panta millisafnalán
  • Hér er mikið úrval af teiknimyndasögum
  • Hér er aðgangur að allri íslenskri útgáfu sem borist hefur í skylduskilum
  • Hér er lítil fjársjóðsgeymsla með gömlum og sígildum bókum
  • Heimsendingar í samstarfi við Soroptimista
  • Bókamarkaður og söluborð
  • Hér er aðstoð við upplýsinga- og heimildaleitir
  • Hér er hægt að fá sér kríu í sófa eða hægindastól
Síðast uppfært 28. ágúst 2024