Barnastarf

Vissir þú að í syðri hluta 1. hæðar Amtsbókasafnsins er sitthvor deildin fyrir börn og unglinga.  Þar er hægt  að setjast niður, lesa bækur eða tímarit og láta fara vel um sig.

Þangað til börn hafa náð sextán ára aldri þarf annað foreldri, eða forráðamaður, að ábyrgjast skírteini barns síns. Í þeim tilvikum þarf að fylla út ákveðið umsóknareyðublað. Þegar einstaklingar sextán ára eða eldri fá skírteini er ekki nauðsynlegt að fylla út eyðublað.

Fyrsta skírteini sem einstaklingur fær er ókeypis. Ef skírteini hins vegar glatast kostar 2.000 kr. að fá nýtt. Lánþegar sem ekki eiga lögheimili í Akureyrarkaupstað þurfa að borga 4.000 kr. árgjald.

Safnið leggur sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf, t.d. með safnkynningum og sögustundum.  

Eydís barnabókavörður

Barnabókavörður er Eydís Stefanía Kristjánsdóttir.

Vinnutími er:

  • 8-14 mánudaga
  • 8-13 þriðjudaga
  • 8-14 miðvikudaga
  • 8-14 fimmtudaga
  • 8-12 föstudaga

Netfang er eydisk@amtsbok.is

Síðast uppfært 02. janúar 2024