Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Tónlist

Tónlistarbækur í Hofi

Í febrúar er þemað; Tónlistarbækur. Bækur um tónlist, hljóðfæri, hljómsveitir, tónlistarmenn og ýmislegt fleira sem viðkemur tónlist. Hér má finna ævisögur og umfjallanir um tónlistarfólk sem komið hafa út á íslensku. Úrvalið er engan veginn tæmandi en gefur góða hugmynd um hve fjölþætt umfjöllun um tónlist getur verið.
Lesa fréttina Tónlistarbækur í Hofi
Sögustaðir og skáld

Sögustaðir og skáld

Sögustaðir og skáld - Frönsk menningararfleifð í túlkun rithöfunda - Sýning á Amtsbókasafninu á Akureyri 31. janúar til 23. mars. Ýmsir íslenskir og frönskumælandi rithöfundar, leikarar, þýðendur og aðilar úr háskólageiranum voru fengnir til að velja sér einn af sögustöðunum og þýða textann eftir franska rithöfundinn.Auk umfjöllunar rithöfundanna fylgir söguleg umfjöllun um hvern sögustað eða söguminjar. Sýningin lýsir því á sama tíma ferðalagi um Frakkland gegnum menningarlegar minjar sem og á vængjum skáldanna.
Lesa fréttina Sögustaðir og skáld
Allir geta lesið!

Allir geta lesið!

Blindrabókasafn Íslands er nú Hljóðbókasafn Íslands. Lánþegar Amtsbókasafnsins geta nýtt sér þjónustu Hljóðbókasafnsins ef þeir falla undir reglur þeirra um aðgang að safninu, þ.e.a.s. þjónustan er eingöngu fyrir þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér prentað letur. Hér á Amtsbókasafninu er sífellt að bætast við hljóðbókakostinn og allir geta fengið þær lánaðar!
Lesa fréttina Allir geta lesið!
BIBLIA

Falinn fjársjóður

Gamlar bækur eru varðveittar sérstaklega vel á Amtsbókasafninu á Akureyri. Allar bækur gefnar út fyrir 1900 eru settar í sérgeymslu sem kölluð er Steinka. Nafnið er arfleifð úr gamla safninu en þar var eldtraust geymsla sem hafði viðurnefnið Stein-kompan og það síðan stytt í Steinku meðal starfsfólks. Elsta bókin sem varðveitt er hér er frá árinu 1643: SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM : ET Magna ex parte CHOROGRPHICVM : Anno Iesv Christi 874, primum habitari cæptæ: quo simul sentenia contraria, D. IOH ISACI POMTANI, Regis Daniæ Historiographi, in placidam considerationem venit og er eftir Arngrím Jónson, lærða ( Arngrimvm Ionam W. Islandvm).
Lesa fréttina Falinn fjársjóður
Gömul tímarit eru fjársjóður!

Myndun blaða og tímarita hætt

Síðan árið 2007 hefur verið unnið að myndun blaða og tímarita á Amtsbókasafninu í samvinnu við Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn. Nú um áramótin var þessu verkefni hætt vegna fjárskorts og verður myndunarstöðin tekin niður. Þegar mest var voru myndaðar allt að 30.000 síður hvern mánuð og þær síðan birtar á vefnum www.timarit.is sem við hvetjum alla til að kynna sér og nota. Við viljum þakka þeim Jónu Kristínu Einarsdóttur og Öldu Ósk Jónsdóttur sem lengst og mest unnu við myndunina og Landsbókasafni fyrir samvinnuna.
Lesa fréttina Myndun blaða og tímarita hætt
Hver er sinnar gæfu smiður...

100 sjálfshjálparbækur í Hofi

Nú er komið að því að hefja nýtt ár með stæl! Í janúar er þemað í bókahillunni í Hofi; Sjálfshjálparbækur og áramótaheit. Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit. Allir fara vel af stað en sumir eiga erfitt með að halda lengi út...
Lesa fréttina 100 sjálfshjálparbækur í Hofi
Svo má bók lyfta að vit sé í :-)

Bókapressan

Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit. Allir fara vel af stað en sumir eiga erfitt með að finna líkamsrækt sem hentar. Ef við höfum ekki gaman af ræktinni er áhuginn fljótur að hverfa og við hættum að nenna. Líkams- og heilsurækt getur verið af ýmsum toga og um að gera að finna það sem er skemmtilegt. Við eigum bækur um íþróttir og heilsurækt í tonnatali og fannst við hæfi að vekja athygli á þeim núna í byrjun árs. Við lærum kannski ekki líkamsrækt af bókum en það getur verið góður stuðningur í góðum leiðbeiningum. Kíktu við og fáðu bók um heilsurækt sem þér finnst spennandi - Og svo má auðvitað grípa í bókapressuna :-)
Lesa fréttina Bókapressan
Gleðilegt ár!

Áramótakveðja frá starfsfólki Amtsbókasafnsins

Starfsfólk Amtsbókasafnsins óskar viðskiptavinum sínum alls hins besta á nýju ári og þakkar góðar stundir á árinu sem er að líða - Laugardaginn 29. desember er opið kl. 11:00-16:00 en 30. og 31. desember verður lokað og einnig á nýársdag. Miðvikudaginn 2. janúar mætum við hress og kát eftir áramótin og verðum með opið eins og venjulega kl. 10:00-19:00 - Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa fréttina Áramótakveðja frá starfsfólki Amtsbókasafnsins
Nokkrar góðar fyrir jólin

Við lesum

Meðal starfsfólks Amtsbókasafnsins eru margir öflugir bókaormar sem hafa verið að smakka á nýju efni nú fyrir jólin. Eins og gengur er fólk misánægt með jólabækurnar en það er greinilegt að það er ýmislegt vel þess virði að lesa. Bókaormarnir okkar nefndu m.a. Boxarann, Undantekninguna, Suðurgluggann, Orrustuna um fold, Reykjavíkurnætur, Ósjálfrátt, Það var ekki ég, Íslendingablokk, Appelsínur frá Abkasíu, Húsið, Fyrir Lísu, Hina ótrúlegu pýlagrímsgöngu Harolds Fry, Krúnuleikana, Mensalder, Eldhús ömmu Rún, Randalín og Munda og Kattasamsærið.
Lesa fréttina Við lesum
Gleðileg jól!

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar

22. desember – 11:00-16:00 23. desember – Lokað 24. desember – Lokað 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – 10:00-19:00 28. desember – 10:00-19:00 29. desember – 11:00-16:00 30. desember – Lokað 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – 10:00-19:00
Lesa fréttina Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir hátíðirnar
Amtsbókasafnið á Akureyri

Tilnefndar og títtnefndar bækur

Nú er okkar árlega jólabókaflóð í hámarki og bókafólk keppist við að lesa og gagnrýna þær bækur sem streyma á markað. Sumar bækur fá meiri athygli en aðrar og nokkrar fá bæði tilnefningar og verðlaun. Hér höfum við tekið saman þær bækur sem nýverið hafa fengið viðurkenningar frá starfsfólki bókaverslana og verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, íslensku þýðingarverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, Norrænu barnabókaverðlaunanna og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Lesa fréttina Tilnefndar og títtnefndar bækur