Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Stefnumót við heiminn!

Ferðahandbækur í Hofi

Stefnumót við heiminn! Í apríl er þemað; Ferðahandbækur. Hér gefst tækifæri á góðri í heimsreisu fyrir lítinn pening. Við getum valið nánast hvaða land sem er, fundið ævintýri á ólíklegustu stöðum og notið fegurðar ólíkra menningarheima. Margir láta sig dreyma um ókunn lönd og þá er upplagt að lesa sér til um draumalandið og undirbúa ferðalagið vel. Hugsanlega eru einhverjar draumaferðir of dýrar í dag en ferðalög hugans geta verið bæði gefandi og eftirminnileg. Góða ferð!
Lesa fréttina Ferðahandbækur í Hofi
Apríl, sól og sæla :-)

Apríl, sól og sæla :-)

Páskar að baki og við erum mætt til starfa á ný. Allar bækurnar eru í réttri röð þrátt fyrir nokkra skjálfta og bókamarkaðsborðið er sneisafullt af skemmtilegum bókum! Opnum kl. 10:00 og höldum okkur við venjubundinn afgreiðslutíma fram í miðjan maí.
Lesa fréttina Apríl, sól og sæla :-)
Gleðilega páska!

Páskalokun

Fimmtudagur 28. mars - Skírdagur: Lokað Föstudagur 29. mars - Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur 30. mars: Lokað Sunnudagur 31. mars - Páskadagur: Lokað Mánudagur 1. apríl - Annar í páskum: Lokað Þriðjudagur 2. apríl - Opið: 10:00-19:00
Lesa fréttina Páskalokun
Amtsbókaormurinn

Amtsbókaormurinn 5 mánaða

Þann 25. október síðastliðinn var fitjað upp á Amtsbókaorminum og er hann því fimm mánaða í dag! Hann hefur vaxið og dafnað og er nú orðinn rúmir tveir metrar að lengd! Amtsbókaormurinn er afar litríkur og algerlega einstakur. Hann er prjónaður með frjálsri aðferð úr afgöngum héðan og hvaðan og það verður gaman að fylgjast með honum lengjast og lengjast á næstu mánuðum. Margir hafa lagt til garn og einnig hafa margir slegið lykkju á prjón þannig að Amtsbókaormurinn er vaxandi samstarfsverkefni unnið af gestum okkar :-)
Lesa fréttina Amtsbókaormurinn 5 mánaða
Bókasafnskortið - Öflugasta kortið í veskinu!

Útlánatölur og fleiri tölur fyrir árið 2012

Nú hefur verið unnið úr tölfræði fyrir síðastliðið ár og við birtum hér helstu niðurstöður, okkur öllum til gagns og gamans. Áhugaverðast má kannski segja að gestir okkar árið 2012 voru 113.219 talsins og má þar merkja örlitla fækkun milli ára eða 4%. Útlán voru samtals 201.327 eintök þar af var meirihlutinn bækur. Hér má einnig sjá nokkra fækkun eða um 7%. Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá öðrum almenningsbókasöfnum bæði hérlendis og erlendis.
Lesa fréttina Útlánatölur og fleiri tölur fyrir árið 2012
Steinunn Sigurðardóttir

MILLI ÞESS AÐ KOMAST YFIR OG LIFA VIÐ LIGGUR HUNDURINN GRAFINN

Steinunn Sigurðardóttir fjallar um skáldsögur sínar Jójó og Fyrir Lísu í ljósi nýrra afhjúpana um barnaníð á Íslandi, í Hofi fimmtudaginn 14. mars kl 17:00. Um leið og Steinunn Sigurðardóttir fer yfir sköpunarsögu skáldsaganna tveggja, kemur hún einnig inn á tengslin við íslenskan veruleika og nýlegar afhjúpanir um kynferðisbrot, gegn drengjum sérstaklega. Hvaða erindi eiga tveir Berlínarbúar, þýskur geislalæknir og franskur róni, sem aðalpersónur í íslenska skáldsögu? Hvernig datt Steinunni Sigurðardóttur í hug - eftir að hafa sent frá sér Reykjavíkurskáldsögur með ívafi ljóða eins og Tímaþjófinn og Sólskinshest, íslenska ferðasögu fjögurra kvenna, eins og Hjartastað - að fjalla um sameiginlega lífsreynslu og vináttu Martins læknis og Martins róna í Berlín? En þeir reynast vera þjáningarbræður sem glíma báðir við afleiðingar af því að hafa verið gert mein þegar þeir voru börn.
Lesa fréttina MILLI ÞESS AÐ KOMAST YFIR OG LIFA VIÐ LIGGUR HUNDURINN GRAFINN
Leitir.is

Leitir.is

Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að nú er hægt að leita í safnkosti Amtsbókasafnsins beint hér á heimasíðunni. Hægt er að slá inn t.d. bókartitil eða höfund og þá birtast niðurstöður yfir það sem til er hjá okkur - Leitið og þér munuð finna :-)
Lesa fréttina Leitir.is
Bækur og kvikmyndir

Kvikmyndaskáldsögur í Hofi

Í mars er þemað í bókahillunni ; bækur og kvikmyndir. Alveg frá upphafi kvikmyndagerðar hafa myndir verið byggðar á frægum skáldsögum. Hér eru mörg dæmi um það en úrvalið er fjarri því að vera tæmandi. Höfundar eins og J.R.R. Tolkien, J.K. Rowling, Stephen King, Agatha Cristie, Astrid Lindgren, Nick Hornby, Umberto Eco og Jane Austen hafa sett svip sinn á kvikmyndasöguna ásamt miklum fjölda annarra rithöfunda.
Lesa fréttina Kvikmyndaskáldsögur í Hofi
Nýtt og nýlegt!

Nýtt og nýlegt

Allar bækur sem komu út fyrir jólin eru ekki lengur í skammtímaláni. Lánstími á þeim er nú 30 dagar. Margar þeirra staldra nú örlítið lengur við í hillunum hjá okkur og því auknar líkur á að næla sér í nýlega bók. En jólabækurnar eru ekki einu nýju bækurnar og alltaf bætast spennandi tiltlar í safnið. Allar nýjar bækur fara beint í útlán og er ávallt stillt upp í hillurnar næst afgreiðslunni þannig að auðvelt er að fylgjast með!
Lesa fréttina Nýtt og nýlegt
Leiðbeiningar á leitir.is

Leiðbeiningar á Leitir.is

Við viljum vekja athygli á nýjum leiðbeiningum á leiðbeiningasíðunni á leitir.is. Leiðbeiningarnar sem hafa bæst við eru: • Leitarmöguleikar • Rafræn hilla • Vista leit • Þrengja leitarniðurstöður Við hvetjum lánþega okkar til að fara í leitir og prófa þjónustuna sem þar er í boði.
Lesa fréttina Leiðbeiningar á Leitir.is
Bókabros :-)

Bókabros eða bókaskeifa

Við á Amtsbókasafninu höfum nú gert bókamerki með bros- og fýlukarli. Þau er að finna við afgreiðsluna, hjá sjálfsafgreiðsluvélum, í unglingadeildinni, barnadeildinni og í afgreiðslunni á 2. hæð. Hugmyndin er sú að lánþegar gefi bókum bros- eða fýlukarl eftir því hvernig þeim líkar bókin sem þeir voru að klára og við vonum að þetta hafi í för með sér að um allt hús verði bækur með svona bókamerkjum. Verða mörg bókamerki í einni bók? Eða munu lánþegar skiptast á að nota bros- og fýlukarl? Kemur í ljós, en okkur þætti afar vænt um að sjá ykkur gera þetta - og um leið vekur þetta athygli á bókum og kátínu í bland við forvitni hjá ykkur.
Lesa fréttina Bókabros eða bókaskeifa