100 sjálfshjálparbækur í Hofi

Hver er sinnar gæfu smiður...
Hver er sinnar gæfu smiður...

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

 BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Nú er komið að því að hefja nýtt ár með stæl!

Í janúar er þemað; Sjálfshjálparbækur og áramótaheit. Flestir þrá að vera í fínu formi og við góða heilsu og margir strengja heilsutengd áramótaheit.

Allir fara vel af stað en sumir eiga erfitt með að halda lengi út...

Sjálfshjálparbækur

 Við verðum kannski ekki betri manneskjur af því einu að lesa sjálfshjálparbækur en þær geta veitt okkur innblástur og stuðning ef illa gengur!

Svo er um að gera að kíkja á Amtsbókasafnið, fá lánaðar góðar bækur og jafnvel grípa í bókapressuna :-)

Bókapressan

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan