Tónlistarbækur í Hofi

Tónlist
Tónlist

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Tónlistarbækur í Hofi

Í febrúar er þemað; Tónlistarbækur

Bækur um tónlist, hljóðfæri, hljómsveitir, tónlistarmenn og ýmislegt fleira sem viðkemur tónlist.
Hér má finna ævisögur og umfjallanir um tónlistarfólk sem komið hafa út á íslensku.
Úrvalið er engan veginn tæmandi en gefur góða hugmynd um hve fjölþætt umfjöllun um tónlist getur verið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan