Allir geta lesið!

Allir geta lesið!
Allir geta lesið!

Nú um áramótin gengu í gildi ný bókasafnalög og var starfsemi Blindrabókasafns Íslands felld undir þau.

Blindrabókasafn Íslands er nú Hljóðbókasafn Íslands.

Ástæðan fyrir nafnabreytingunni er meðal annars sú að þjónusta safnsins nær nú yfir mun stærri hóp en blinda og sjónskerta en þess má geta að um 60% lánþega eru aðilar sem glíma við lesblindu.

Lánþegar Amtsbókasafnsins geta nýtt sér þjónustu Hljóðbókasafnsins ef þeir falla undir reglur þeirra um aðgang að safninu, þ.e.a.s. þjónustan er eingöngu fyrir þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér prentað letur.

Hér á Amtsbókasafninu er sífellt að bætast við hljóðbókakostinn og allir geta fengið þær lánaðar - Ef flett er upp hljóðbókum á Leitir.is sem eru til útláns hjá okkur má sjá ágætis úrval:

Hljóðbækur Amtsbókasafnsins á Leitir.is

Allir geta lesið!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan