Falinn fjársjóður

BIBLIA
BIBLIA

Gamlar bækur eru varðveittar sérstaklega vel á Amtsbókasafninu á Akureyri. Allar bækur gefnar út fyrir 1900 eru settar í sérgeymslu sem kölluð er Steinka. Nafnið er arfleifð úr gamla safninu en þar var eldtraust geymsla sem hafði viðurnefnið Stein-kompan og það síðan stytt í Steinku meðal starfsfólks.

Elsta bókin sem varðveitt er hér er frá árinu 1643:

SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM : ET Magna ex parte CHOROGRPHICVM : Anno Iesv Christi 874, primum habitari cæptæ: quo simul sentenia contraria, D. IOH ISACI POMTANI, Regis Daniæ Historiographi, in placidam considerationem venit og er eftir Arngrím Jónson, lærða ( Arngrimvm Ionam W. Islandvm).

Þessi fágæta bók hefur verið bundin inn í nýtt band og lýtur afar vel út en það á því miður ekki við um allar þær bækur sem þó hafa varðveist og eru sumar illa farnar.  Ef bækurnar eru orðnar lélegar eða illa farnar eru þær settar í sérsniðnar öskjur sem búnar eru til úr þar tilgerðum sýrufríum pappa sem eykur líftíma bókanna.

Vegna þess hve bækurnar í Steinku eru fágætar og viðkvæmar höfum við takmarkað aðgang almennings að þeim. Viðskiptavinir okkar geta þó fengið að skoða þær samkvæmt settum reglum.

  • Efni úr Steinku er aldrei til útláns, eingöngu til nota á safninu.
  • Lánþega er skylt að fara vel með viðkomandi efni. Nota skal þar til gerða hanska sem fylgja skulu með í hvert sinn.
  • Lán og skil á efni úr Steinka skulu eingöngu fram fara í afgreiðslu á 1. hæð og skal framvísa bókasafnsskírteini eða fylla út þar til gerða miða.

Allt efni sem fengið er til afnota á safninu úr Steinku er mjög gamalt og óbætanlegt. Því ber að handleika það með mjög mikilli gætni.

Einfaldast er þó fyrir fólk að skoða gamlar bækur á vef Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns, bækur.is en þar hefur fjöldi fágætra bóka verið gerður aðgengilegur almenningi.

Slóðin er www.baekur.is og er öllum opin!

Á bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka og stefnt er að því að á vefnum muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð.

Bækurnar sem hér eru til sýnis eru:

SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM eftir Arngrím Jónsson, lærða (1643)

Andleger Psalmar og Kvæde eftir Hallgrím Pétursson (1765)

Fjörutíu tímar í dönsku eftir Þorsteinn S. Egilsson (1882)

BIBLIA í útgáfu Jóns Þorkelssonar, oft kölluð Vajsenhússbiblían (1747)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan