Myndun blaða og tímarita hætt

Gömul tímarit eru fjársjóður!
Gömul tímarit eru fjársjóður!

Síðan árið 2007 hefur verið unnið að myndun blaða og tímarita á Amtsbókasafninu í samvinnu við Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn.

Nú um áramótin var þessu verkefni hætt vegna fjárskorts og verður myndunarstöðin tekin niður.

Þegar mest var voru myndaðar allt að 30.000 síður hvern mánuð og þær síðan birtar á vefnum www.timarit.is sem við hvetjum alla til að kynna sér og nota. Slóðin er www.timarit.is. Þar er hægt að skoða þau blöð sem búið er að skanna til þessa og einnig hægt að leita að einstöku efni.

Við viljum þakka þeim Jónu Kristínu Einarsdóttur og Öldu Ósk Jónsdóttur sem lengst og mest unnu við myndunina og Landsbókasafni fyrir samvinnuna.

Myndunarstöðin

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan