Kvikmyndaskáldsögur í Hofi

Bækur og kvikmyndir
Bækur og kvikmyndir

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Bækur og kvikmyndir

Í mars er þemað; Bækur og kvikmyndir

Alveg frá upphafi kvikmyndagerðar hafa myndir verið byggðar á frægum skáldsögum. Hér eru mörg dæmi um það en úrvalið er fjarri því að vera tæmandi. Höfundar eins og J.R.R. Tolkien, J.K. Rowling, Stephen King, Agatha Cristie, Astrid Lindgren, Nick Hornby, Umberto Eco og Jane Austen hafa sett svip sinn á kvikmyndasöguna ásamt miklum fjölda annarra rithöfunda.

Íslensk kvikmyndagerð sækir einnig í skáldritin og það hafa verið gerðar hátt í 30 íslenskar kvikmyndir eftir íslenskum skáldsögum frá árinu 1962. Íslenskar myndir fá ávallt mikla aðsókn og má þar nefna Mýrina, Engla alheimsins og Djöflaeyjuna sem góð dæmi um það. Auk kvikmynda hafa verið gerðir sjónvarpsþættir sem byggja á íslenskum skáldsögum og hafa þeir einnig notið mikilla vinsælda.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan