Bókabros eða bókaskeifa

Bókabros :-)
Bókabros :-)

Við á Amtsbókasafninu höfum nú gert bókamerki með bros- og fýlukarli. Þau er að finna við afgreiðsluna, hjá sjálfsafgreiðsluvélum, í unglingadeildinni, barnadeildinni og í afgreiðslunni á 2. hæð.

Hugmyndin er sú að lánþegar gefi bókum bros- eða fýlukarl eftir því hvernig þeim líkar bókin sem þeir voru að klára og við vonum að þetta hafi í för með sér að um allt hús verði bækur með svona bókamerkjum.

Bókamerki með brosi eða

Verða mörg bókamerki í einni bók? Eða munu lánþegar skiptast á að nota bros- og fýlukarl? Kemur í ljós, en okkur þætti afar vænt um að sjá ykkur gera þetta - og um leið vekur þetta athygli á bókum og kátínu í bland við forvitni hjá ykkur.

Síðan mega bækurnar gjarnan enda í þessari hillu sem frátekin er fyrir uppáhaldsbækur hvers og eins :-)

Uppáhalds

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan