Útlánatölur og fleiri tölur fyrir árið 2012

Bókasafnskortið - Öflugasta kortið í veskinu!
Bókasafnskortið - Öflugasta kortið í veskinu!

Nú hefur verið unnið úr tölfræði fyrir síðastliðið ár og við birtum hér helstu niðurstöður, okkur öllum til gagns og gamans. Áhugaverðast má kannski segja að gestir okkar árið 2012 voru 113.219 talsins og má þar merkja örlitla fækkun milli ára eða 4%. Útlán voru samtals 201.327 eintök þar af var meirihlutinn bækur. Hér má einnig sjá nokkra fækkun eða um 7%.
Þessar tölur eru í samræmi við sambærilegar tölur frá öðrum almenningsbókasöfnum bæði hérlendis og erlendis.  

  • 94% lánþega okkar eru innanbæjar (11.504 af 12.192)
  • 85% útlána eru til þeirra sem eru innanbæjar (171.666 af 201.327)
  • Konur eru 63% lánþega (7.342) á móti 37% karla (4.396)
  • 80% útlána er á kort kvenna (154.180) en 20% á kort karla (37.948)
  • Flest útlán eiga sér stað milli 14:00 og 17:59 eða 55% (109.894)
  • Flest skil eiga sér stað á milli 14:00 og 17:59 eða 58% (92.291)
  • 4 lánþegar eru fæddir á árunum 1900-1909
  • Flestir lánþegar eru fæddir á árunum 1970-1999 eða 6.696 (56%)
  • Flest útlán eru til þeirra sem eru fæddir 1960-1979 eða 89.303 (45%)
  • 826 nýir lánþegar bættust við árið 2012 (þar af 411 konur og 295 karlar)
  • 6.040 bækur voru afskráðar, 1.702 tímaritshefti , 805 geisladiskar og 456 myndbönd
  • 3.713 nýskráðar bækur, 662 tímaritshefti og 403 dvd diskar
  • Flest ný eintök komu í janúar eða 770 og í október eða 611 (samtals 28%)
  • 85% af safnkosti eru bækur (61.374 af 71.689)
  • Flest eintökin eru gefin út eftir árið 2003 eða 37% (26.318 af 71.689)

 

  • 201.327 útlán árið 2012, þar af voru 72% bækur (144.458)
  • Gestir á safninu voru 113.219 talsins
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan