Ferðahandbækur í Hofi

Stefnumót við heiminn!
Stefnumót við heiminn!

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

 Stefnumót við heiminn

Stefnumót við heiminn!

Í apríl er þemað; Ferðahandbækur. Hér gefst tækifæri á góðri í heimsreisu fyrir lítinn pening.

Við getum valið nánast hvaða land sem er, fundið ævintýri á ólíklegustu stöðum og notið fegurðar ólíkra menningarheima.

Margir láta sig dreyma um ókunn lönd og þá er upplagt að lesa sér til um draumalandið og undirbúa ferðalagið vel. Hugsanlega eru einhverjar draumaferðir of dýrar í dag en ferðalög hugans geta verið bæði gefandi og eftirminnileg J

Góða ferð!