Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lesum blöðin saman á fimmtudögum!

Let´s read the papers - Lesum blöðin saman

Do you want to read the Icelandic newspapers and understand what’s going on in Akureyri - Iceland? Akureyri Municipal Library invites you to come and read the newspapers under the guidance of a librarian. We will look in the newspapers and discuss what's going on every Thursday at 5pm!
Lesa fréttina Let´s read the papers - Lesum blöðin saman
Tækifæriskort

Tækifæriskort

Guðný Stefánsdóttir hefur nú sett upp sýningu á tækifæriskortum sem hún hefur unnið sjálf á undanförnum árum. Sýningin stendur út október.
Lesa fréttina Tækifæriskort
Opinn aðgangur að Snara.is

Snara.is

Við höfum nú opnað fyrir aðgang að vefbókasafninu Snöru - Snara er safn orðabóka og annarra uppflettirita sem viðskiptavinir okkar geta nýtt sé að vild hér innan veggja safnsins – Aðgangur er ókeypis og gildir bæði í okkar tölvum og í fartölvum gesta okkar. Snara hentar öllum hvort heldur sem er námsmönnum, skrifstofufólki, fræðimönnum, grúskurum, textagerðafólki, þýðendum eða öðrum. Snara geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í 22 orðabókum og uppflettiritum þannig að það er um að gera að prófa! Slóðin er www.snara.is
Lesa fréttina Snara.is
Skoppaðu á bókasafnið!

Skoppaðu á bókasafnið á laugardaginn!

Margt verður til skemmtunar: - Verðlaun í happdrættinu, Skoppað á bókasafnið - Myndataka – eins og Hr. Skoppi - Málað og litað á færibandið - Kynning á nýjum bókum - Búningahornið verður á sínum stað - Rím á vegg - Hvað rímar við skoppar? - Rím um bækur, t.d. bók er betri en kók! - Hoppað í París - Veitingar - Við hvetjum alla krakka sem tóku þátt í Skoppaðu á bókasafnið að koma og hafa gaman saman! Hlökkum til að sjá ykkur :-) Herdís Anna, barnabókavörður og starfsfólk Amtsbókasafnsins.
Lesa fréttina Skoppaðu á bókasafnið á laugardaginn!
Litla lundapysjan

Sögustund

Fyrsta sögustund haustsins er fimmtudaginn 20.september, kl. 16:15. Við lesum bókina, Litla lundapysjan eftir Hilmar Högnason. Sögupokinn góði verður á sínum stað og svo gerum við bókamerki. Hlakka til að sjá ykkur öll :-) Herdís Anna, barnabókavörður
Lesa fréttina Sögustund
100 bestu í Hofi

100 bestu í Hofi

Amtsbókasafnið og Hof hafa nú sett upp bókahillu sem notuð verður til að sýna bækur af ýmsu tagi í vetur. Amtsbókasafnið valdi í maí 2011 alls 100 íslenskar bækur sem allir verða að lesa. Núna hefur þeim verið stillt upp á nýrri bókahillu í Hofi og munu þær standa þar út september.
Lesa fréttina 100 bestu í Hofi
Bók í bandi

Bók í bandi

Vikuna 3.-7. september verður ,,Bók í bandi” á Amtsbókasafninu. Tilefnið er alþjóðadagur læsis 8. september. Við tökum fram nokkrar bækur og hengjum upp, gestum okkar til fróðleiks og gleði. Bækurnar má lesa á staðnum eða fá lánaðar heim og við hvetjum lánþegana til að velja bækur og setja í bandið í stað þeirra sem teknar eru að láni. Það er lítill vandi að finna bók í bandi :-)
Lesa fréttina Bók í bandi
Uppheimar

Afmælisgjöf frá Uppheimum

Í tilefni af 150 ára afmælis Akureyrarbæjar hefur bókaforlagið Uppheimar fært Amtsbókasafninu höfðinglega gjöf sem samanstendur af bókum sem starfsmenn safnsins fengu að velja úr útgáfu Uppheima. Aðstandendur Uppheima eru að norðan og bera hlýjar taugar til Akureyrar. Þeim fannst því tilvalið að gleðja gömlu góðu Akureyri og íbúa hennar með því að gefa Amtbókasafninu úrval góðra bóka. Við kunnum þeim góðar þakkir fyrir og lánþegar okkar munu njóta góðs af.
Lesa fréttina Afmælisgjöf frá Uppheimum
Fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum

Afmæliskortagerð og fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum

Afmæliskortagerð á Amstbókasafninu 1. september kl. 10:00-13:00 Það verður föndurstund á Amtsbókasafninu þar sem áhugasömum gefst kostur á að föndra fallegt afmæliskort til afmælisbarnsins Akureyrar. Kortin verða öll hluti af sýningu í safninu í lok árs. Fyrsta hjálp í Akureyskum bókmenntum 1. september 15:00-18:00 Starfsólk Amtsbókasafnsins tekur að sér að veita bæjarbúum innsýn í bókmenntir sem tengjast Akureyri fyrr og nú með því að lesa úr þeim valda kafla. Hægt er að koma og fara eins og hvern lystir og staldra við eins lengi og hugurinn girnist. Upplesturinn verður í tjaldi í göngugötunni, fyrir neðan Skátagilið kl. 15:00-18:00 Fólkið í kaupstaðnum 1. september kl. 10:00 – 13:00 Afmælissýning Héraðsskjalasafnsin tekur fyrir íbúa Akureyrar árið 1862 og gerir þeim skil í ættfræði og skjölum. Einnig gefst tækifæri til að athuga hvort að ættingjar leynast meðal þessara fyrstu kaupstaðarbúa, sem reyndar voru 290 manns. Skjalaverðir aðstoða við leit ættfræðiupplýsinga. Allir hjartanlega velkomnir!
Lesa fréttina Afmæliskortagerð og fyrsta hjálp í akureyrskum bókmenntum
Og ljóðin - ljóðin eru stjarnkerfi...

Ljóðaganga í kvöld

Ljóðaganga - Í afmælisgöngunni fimmtudaginn 30. ágúst verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna. Akureyri hefur stundum verið nefndur “Skáldabærinn" vegna fjölda eldri og yngri skálda sem alið hafa manninn hér í bæ. Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður farið í ljóðagöngu um brekkuna og heilsað upp á skáldin sem þar bjuggu og lesið úr ljóðum þeirra. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Amtsbókasafnið kl. 20 og göngunni lýkur við Sigurhæðir.
Lesa fréttina Ljóðaganga í kvöld
Til hamingju með afmælið!

Hún lengi lifi...!!!

Við erum í afmælisskapi og ætlum í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar að bjóða gestum okkar upp á hin ýmsu fríðindi...: bolsíur tónlist kvikmyndir sektir bókasafnsskírteini ljósrit tölvuaðgang Já, allt frítt :-) Sjáumst hress og kát á 150 ára afmælisdaginn!
Lesa fréttina Hún lengi lifi...!!!