Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Akureyri 1862

Fólkið í kaupstaðnum

Föstudaginn 24. ágúst verður opnuð sýning á Héraðsskjalasafninu, Brekkugötu 17 og ber hún nafnið - Fólkið í kaupstaðnum. Þar eru teknir fyrir íbúar bæjarins og þeim gerð skil í ættfræði og skjölum. Þeir sem vilja rekja ættir sínar til þessa fólksins sem bjó í kaupstaðnum 1862 geta beðið um aðstoð hjá skjalavörðum. Sýningin verður opin til 24. september kl. 10:00-19:00 á virkum dögum.
Lesa fréttina Fólkið í kaupstaðnum
Bláskjár...

Áfangar

Það hafa verið miklar framkvæmdir og tilfæringar hjá okkur í sumar – Bækur og hillur hafa ferðast milli staða og hæða á meðan nýtt gler var sett í alla austurhlið hússins. Ýmsir efnisflokkar hafa fengið nýtt heimili og hillur sem áður stóðu þversum eru nú langsum – Fræðirit sem voru á 1. hæð hafa verið flutt upp á 2. hæð og tímaritin sem voru uppi eru nú komin niður o.fl. o.fl.
Lesa fréttina Áfangar
Af alúð bæ mótið...

Afmæliskort til Akureyrar

Einstaklingar, fyrirtæki, félög, hópar eða samtök : Langar ykkur að senda Akureyri kveðju í tilefni 150 ára afmælisins? Við bendum öllum vinum Akureyrar, bæði nær og fjær, á að senda má Akureyri afmælikveðju í tilefni tímamótanna. - Við fögnum hverri kveðju en mest gaman er að fá heimagerð kort með persónulegri kveðju! Senda kortið stílað á Amtsbókasafnið á Akureyri - Brekkugötu 17 - 600 Akureyri - eða komið með kortið og stingið því í rauða afmæliskorta-póstkassann sem staðsettur er í anddyri Amtsbókasafnsins. Kortin verða síðan öll sett upp á sýningu í lok árs!
Lesa fréttina Afmæliskort til Akureyrar
Nýtt - Nýtt - Nýtt

Nýtt á vefnum okkar

Brot af því ferskasta sem fer í útlán hjá okkur birtist nú hér á vefnum okkar - Hér til hægri skiptast á kápumyndir nýrra bóka sem hægt er að smella á og fá nánari upplýsingar um hverja bók fyrir sig - Fylgstu með - Lífið er alltaf betra með góðri bók :-)
Lesa fréttina Nýtt á vefnum okkar
Gleðilegt lestrarsumar!

Sumarið er tíminn!

Sumarið er tíminn til að lesa allar bækurnar sem við höfum alltaf ætlað að lesa en ekki gefið okkur tíma til...!
Lesa fréttina Sumarið er tíminn!
Bækur á 50 kr.

Eitthvað fyrir alla!

Við erum að grisja og seljum afskráðar bækur á 50 kr. - Barnabækur - Unglingabækur - Fullorðinsbækur - Tilvalið að uppfæra bókahilluna í sumarbústaðnum eða á baðherberginu eða bara bæta við nokkrum gullmolum í einkasafnið!
Lesa fréttina Eitthvað fyrir alla!
Allt í plús

Allt í plús

Samsýningin ALLT + varð upphaflega til í samstarfi Myndlistarfélagsins á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar og hét þá Hér, þar og allstaðar, síðan til styttingar Alltið og að lokum ALLT (í) PLÚS.Hér, þar og allsstaðar samanstendur af fjölda einkasýninga undir einum hatti „út um allt“ á Akureyri. Formleg opnun var 23. júní og sýningar standa út Akureyrarvöku, eða til mánudagsins 3. september.
Lesa fréttina Allt í plús
Sjón er sögu ríkari!

Allskonar fyrir augað :

Það er alltaf margt að sjá á Amtinu - Í sumar sýna nokkrir listamenn verk sín hjá okkur - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Allskonar fyrir augað :
Tímaritin eru komin niður á 1. hæð!

Tímaritin öll komin á 1. hæð!

Eins og þið hafið öll tekið eftir, þá eru miklar framkvæmdir í gangi hjá okkur á Amtinu. Gluggamálin verða kláruð á næstu dögum (teygjanlegur tímarammi ... ) en það er margt sem hægt er að gera á meðan þær framkvæmdir eru í gangi. Nú hafa til dæmis öll tímaritin sem voru uppi á 2. hæð verið flutt niður á 1. hæð.
Lesa fréttina Tímaritin öll komin á 1. hæð!
Svona var barna- og unglingadeildin 2002 hjá okkur

Börnin niður, vinnuaðstaða (lestrarsalur) upp?

Kæru safngestir. Við erum að velta fyrir okkur einni hugmynd að breytingum á uppröðun safnsins. Hún felst í stuttu máli í því að færa barnadeildina niður á neðri hæð safnsins í suðurendann þar sem nú er lestrarsalur á bak við glervegg.
Lesa fréttina Börnin niður, vinnuaðstaða (lestrarsalur) upp?
Til þín - frá mér

Til þín - frá mér

Sýningin "Til þín - frá mér" hefur nú verið sett upp í sýningaraðstöðu Amtsbókasafnsins. Þetta eru verk úr Listasmiðju fyrir börn 8 – 12 ára þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt hráefni. Innblástur við verkefnið er afmæli Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og afraksturinnn mjög skemmtilegur!
Lesa fréttina Til þín - frá mér