Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Krafan um þjóðarbókhlöðu

Stundum finnast skemmtilegir hlutir á óvæntum stöðum hér í Amtsbókasafninu og við myndun á einu blaði, fannst snepill einn sem innihélt eftirfarandi texta. Ekki er vitað hvenær textinn var skrifaður (áður en bygging Þjóðarbókhlöðunnar hófst alla vega), en höfundurinn er Kristinn Jóhannesson: ?Hvað…
Lesa fréttina Krafan um þjóðarbókhlöðu

Lokasögustund vetrarins! - laugardaginn 24. apríl kl. 14:00

Lokasögustund vetrarins verður laugardaginn 24. apríl kl. 14:00 Krakkar sem tóku þátt í stóru upplestrarkeppninni lesa fyrir börnin. Tilkynnt verður niðurstaðan í bókaverðlaunum barnanna á Norðurlandi Þátttökuverðlaun í bókaverðlaunum barnanna verða afhent.
Lesa fréttina Lokasögustund vetrarins! - laugardaginn 24. apríl kl. 14:00

Bláar myndir - tilboðsmyndir á 100 kr. útlán

Í kvikmyndadeildinni er alltaf hægt að fá mynddiska á tilboði, þ.e. útlán sem einungis kostar 100 kr. Sömu reglur gilda auðvitað um þessi tilboð og aðra mynddiska, útlánstíminn er sá sami og ekkert hámark á því hvað fólk tekur mikið í einu. Dagssektir eru einnig þær sömu, þannig að ef þið takið t.d.…
Lesa fréttina Bláar myndir - tilboðsmyndir á 100 kr. útlán

Gleðilegt sumar! - Amtsbókasafnið á Akureyri lokað sumardaginn fyrsta

Kæru safngestir! Við viljum benda ykkur á að Amtsbókasafnið á Akureyri er lokað fimmtudaginn 22. apríl, sumardaginn fyrsta. Við opnum svo aftur kl. 10:00 föstudaginn 23. apríl. Sjáumst hress á nýju sumri! Starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Gleðilegt sumar! - Amtsbókasafnið á Akureyri lokað sumardaginn fyrsta

Breytingar á 1. hæð - handbókadeild/lestrarsalur aðgengilegri

Við viljum benda safngestum á að í gangi eru smávægilegar breytingar á 1. hæðinni, sem gera aðgengið að handbókadeild og lestrarsal mun betra. Nú hefur gangurinn á milli Blindrabókasafnsbóka og söluborðs breikkað, meira rými er fyrir leitartölvuna og ljósritunarvélina, kósíhornið undir stiganum hefu…
Lesa fréttina Breytingar á 1. hæð - handbókadeild/lestrarsalur aðgengilegri

Lokasögustund verður 24. apríl!

Við viljum benda safngestum á að lokasögstundin sem vera átti 17. apríl nk. frestast um viku, og verður laugardaginn 24. apríl. Sögustundin hefst kl. 14:00! Sjáumst hress laugardaginn 24. apríl nk., kl. 14:00!!
Lesa fréttina Lokasögustund verður 24. apríl!

Samfélag sérhagsmuna í alþjóðlegu umhverfi - Salvör Nordal með fyrirlestur 2 í fyrirlestraröðinni \"Hrunið og heimspekin\"

(eftirfarandi texti er tekinn í heild sinni af viðburðadagatalinu á www.visitakureyri.is) Páll Skúlason reið á vaðið í síðustu viku í fyrirlestraröð um "Hrunið og heimspekina" en nú mun Salvör Nordal ræða um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja út frá skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti sem vann…
Lesa fréttina Samfélag sérhagsmuna í alþjóðlegu umhverfi - Salvör Nordal með fyrirlestur 2 í fyrirlestraröðinni \"Hrunið og heimspekin\"

Hrunið og heimspekin - fyrirlestraröð á Amtsbókasafninu á Akureyri

Félag áhugafólks um heimspeki efnir til fyrirlestraraðar sem nefnist "Hrunið og heimspekin". Þetta verða fimm fyrirlestrar, haldnir á fimmtudögum kl. 17:00 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Sjá nánar frétt á akureyri.is. Dagarnir og fyrirlesararnir eru þessir:    
Lesa fréttina Hrunið og heimspekin - fyrirlestraröð á Amtsbókasafninu á Akureyri

Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir páskana - kvikmynda- og tónlistarunnendur: grípið tækifærið!!

Kæru safngestir! Löng er fríhelgin framundan og mögulega verða þetta frábærir páskar. Við hjá Amtsbókasafninu á Akureyri verðum með eftirfarandi afgreiðslutíma yfir súkkulaðiátshelgina löngu: Miðvikudagurinn 31. mars:   10:00-19:00 Fimmtudagurinn 1. apríl (skírdagur og gabbdagur):    LOKAÐ Föstuda…
Lesa fréttina Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins yfir páskana - kvikmynda- og tónlistarunnendur: grípið tækifærið!!

Þýskar myndasögur örlítið lengur

Sýning með verkum úr þýskum myndasögum hefur verið sett upp í anddyri Amtsbókasafnsins.
Lesa fréttina Þýskar myndasögur örlítið lengur

Myndbönd færa sig um set - og munu á næstu misserum hverfa alveg

Við viljum benda safngestum á að öll myndbönd (VHS) á 1. hæðinni hafa verið flutt upp í Geymslu 1 á 2. hæð. Þetta er geymsla sem hýsir m.a. bækur sem gefnar voru út fyrir 1970 og er opin öllum; gengið er inn í hana inn af ganginum sem er til hægri við afgreiðsluborðið þegar komið er upp stigann. End…
Lesa fréttina Myndbönd færa sig um set - og munu á næstu misserum hverfa alveg