Krafan um þjóðarbókhlöðu

Stundum finnast skemmtilegir hlutir á óvæntum stöðum hér í Amtsbókasafninu og við myndun á einu blaði, fannst snepill einn sem innihélt eftirfarandi texta. Ekki er vitað hvenær textinn var skrifaður (áður en bygging Þjóðarbókhlöðunnar hófst alla vega), en höfundurinn er Kristinn Jóhannesson:

?Hvað er bókasafn? Herbergi þar sem bækur eru geymdar í röðum í hillum, í kössum og stöflum á borðum og gólfum? Dauður staður? Grafhvelfing fyrri alda verka? Alls ekki. Bókasafn er staður lífsins, þar sem gamalt og nýtt mætist, þar sem nútímamaðurinn sækir sér fróðleik í fylgsni fyrri alda, kynnir sér nýjustu uppgötvanir á sviði tækni og vísinda og kynnist viðhorfum samtímabókmennta, innlendra sem erlendra.?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan