Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Hvar eru rafbækurnar? - Íslandi neitað af Amazon

Íslenskar rafbækur fást nú á Amazon.com, en ekki á íslensku. Þær fást á ensku, frönsku og þýsku, bækur eftir Arnald Indriðason, Einar Kárason og Árna Þórarinsson. Fjallað var um málið í fréttum Rúv í gær. Hérna er til að mynda Synir Duftsins eftir Arnald á Amazon, útgáfa fyrir Kindle kostar tæpar 1…
Lesa fréttina Hvar eru rafbækurnar? - Íslandi neitað af Amazon

Áhyggjur af niðurskurði bókasafna - Bréf sent til ráðherra menntamála

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fengið í hendurnar bréf frá stjórn Upplýsisingar, þar sem niðurskurði bókasafna er mótmælt. Við grípum hér niður í bréfið sem var einnig sent Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, Halldóri Halldórssyni, formanni SÍ og félögum í Upplýsingu. "Nú haf…
Lesa fréttina Áhyggjur af niðurskurði bókasafna - Bréf sent til ráðherra menntamála

Hljóðbókakostur Amtsbókasafnsins - ?

Margir kjósa að hlusta á góða bók í staðinn fyrir að lesa hana. Á Íslandi hefur ekki verið gefið mikið út af hljóðbókum fyrir almenning en Amtsbókasafnið hefur tekið saman þær hljóðbækur sem safnið hefur til útláns. Sjá má lista yfir bækurnar hér. Skjalið er Excel-skjal og við minnum á að neðst eru…
Lesa fréttina Hljóðbókakostur Amtsbókasafnsins - ?

Töf á millisafnalánum

  Töf verður á afgreiddum pöntunum á millisafnalánum þessa vikuna. Þær pantanir sem berast frá mánudegi til fimmtudags verða ekki afgreiddar fyrr en föstudaginn 11. mars. Beðist er velvirðingar á þessari töf.   Netfang millisafnalána er millisafnalan@akureyri.is. Hægt er að panta millisafnalán í …
Lesa fréttina Töf á millisafnalánum

Ruslfötin vekja ahygli - Rúv í heimsókn

Hin glæsilega ruslfatasýning sem þær Halldóra Sævars og Vilborg Karlsdóttir hafa unnið hefur svo sannarlega vakið athygli. Þeir sem leggja leið sína á safnið gefa sér jafnan góðan tíma til að skoða þessa athyglisverðu sýningu. Sjá frétt okkar um sýninguna hér. Ríkissjónvarpið heiðraði einnig Amtsb…
Lesa fréttina Ruslfötin vekja ahygli - Rúv í heimsókn

Eurovision sætið staðreynd - Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið í Lífshlaupinu

Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið tóku þátt í Lífshlaupinu, hreyfingarátaki vinnustaða um allt land. Lífshlaupið er átak til að hvetja til hreyfingar og er keppt í aldursflokkum, 16 ára og yngri og 16 ára og eldri, og svo eftir stærð vinnustaða. Skemmst er frá því að segja að í stærðarflokknum 1…
Lesa fréttina Eurovision sætið staðreynd - Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið í Lífshlaupinu

Barnasögustund á laugardaginn - Músaþema

Á laugardaginn verður barnasögustund á Amtsbókasafninu. Hún hefst klukkan 14.00 og verða músasögur í fararbroddi. Allir eru velkomnir á barnasögustundina sem stendur yfir í um klukkutíma. Foreldrar geta hlustað með börnunum eða rölt um safnið á meðan. Barnasögustund Laugardagur: 14-15.
Lesa fréttina Barnasögustund á laugardaginn - Músaþema

Föt úr sorpi - Ný sýning á Amtsbókasafninu

Ný sýning hefur opnað á Amtsbókasafninu. Hún ber heitið Sorp nýtt á margvíslegan hátt. Á sýningunni eru sýndar flíkur sem þær Halldóra Sævars og Vilborg Karlsdóttir hafa unnið. Það gerðu þær haustið 2010 í námskeiðinu ?Formsköpun og textílhönnun? sem er hluti af meistaranámi í List og verkmennt v…
Lesa fréttina Föt úr sorpi - Ný sýning á Amtsbókasafninu

Sorp nýtt á margvíslegan hátt

Sýning verður haldin á Amtsbókasafninu á Akureyri frá 1.-31. mars nk. Þar verða sýndar flíkur unnar úr sorpi. Verkefnin voru unnin af Halldóru Sævars og Vilborgu Karlsdóttur haustið 2010 í námskeiðinu ?Formsköpun og textílhönnun? sem er hluti af meistaranámi í List og verkmennt við HÍ. …
Lesa fréttina Sorp nýtt á margvíslegan hátt

Ný tilboð í DVD-deildunum - Neðstu hillur og íslenskar barnamyndir

Nú eru komin ný tilboð hjá okkur í báðum DVD-deildunum. Í Barnadeildinni eru íslenskar myndir á tilboði og í almennu deildinni er "Neðstuhillutilboð." Þar eru myndir sem voru í neðstu hillunum okkar. Gríðarlegt úrval mynda er í boði, á aðeins 100 krónur! Bæði tilboðin gilda í marsmánuði.       …
Lesa fréttina Ný tilboð í DVD-deildunum - Neðstu hillur og íslenskar barnamyndir

Svona endurnýjarðu lán - Stutt og einfalt kennslumyndband um Gegni.is

Amtsbókasafnið hefur útbúið stutt og einfalt kennslumyndband um hvernig hægt er að endurnýja lán á gögnum á Gegnir.is. Þar sérðu líka hvenær skila skal bókinni. Sektir eru fljótar að hrannast upp en það má koma í veg fyrir það með því að endurnýja lánið.
Lesa fréttina Svona endurnýjarðu lán - Stutt og einfalt kennslumyndband um Gegni.is