Hljóðbókakostur Amtsbókasafnsins - ?

Margir kjósa að hlusta á góða bók í staðinn fyrir að lesa hana. Á Íslandi hefur ekki verið gefið mikið út af hljóðbókum fyrir almenning en Amtsbókasafnið hefur tekið saman þær hljóðbækur sem safnið hefur til útláns.

Sjá má lista yfir bækurnar hér.
Skjalið er Excel-skjal og við minnum á að neðst eru flipar þar sem bækurnar eru flokkaðar.

Allar bækurnar eru til útláns í 30 daga, en mismunandi er hvort bókin er á geisladisk eða á snældum.

Eins og sjá má á listanum er hljóðbókakosturinn fjölbreyttur, þar má finna allt frá skáldsögum og ævisögum til bóka á ensku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan