Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Svona endurnýjarðu lán - Stutt og einfalt kennslumyndband um Gegni.is

Amtsbókasafnið hefur útbúið stutt og einfalt kennslumyndband um hvernig hægt er að endurnýja lán á gögnum á Gegnir.is. Þar sérðu líka hvenær skila skal bókinni. Sektir eru fljótar að hrannast upp en það má koma í veg fyrir það með því að endurnýja lánið.
Lesa fréttina Svona endurnýjarðu lán - Stutt og einfalt kennslumyndband um Gegni.is

Ódýrar bækur til sölu - Söluborð undir stiganum

Amtsbókasafnið endurnýjar safnkostinn sinn reglulega. Það gerum við bæði með því að kaupa bækur og eins með þeim góðu bókagjöfum sem almenningur getur komið með til okkar. Í slíkum tilfellum förum við yfir bækurnar, athugum hvort þær séu betur farnar en okkar eigin bækur, og skiptum út eftir því …
Lesa fréttina Ódýrar bækur til sölu - Söluborð undir stiganum

Þjónustunámskeið starfsfólks - Örn Árnason í heimsókn

Starfsfólk Amtsbókasafnsins fékk heldur betur góða heimsókn í morgun þegar Örn Árnason kíkti í heimsókn. Örn hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk um þjónustu og samvinnu. Starfsfólkið var einkar ánægt með heimsókn Arnar sem fór mikinn í heimsókn sinni. Amtsbókasafnið þakkar Erni kærlega fyrir komu…
Lesa fréttina Þjónustunámskeið starfsfólks - Örn Árnason í heimsókn

Hvaða DVD myndir eru til á Amtinu? - Yfir 3000 titlar í boði

Hvaða DVD diska á Amtsbókasafnið? Þeir eru komnir yfir 3000 en þeim fjölgar með hverjum mánuði. Auk þess sem hægt er að fletta upp á Gegni.is hvort safnið eigi ákveðnar myndir er hægt að sjá lista yfir alla diska sem safnið á. Listinn er hér. Þarna má renna yfir hvaða diskar eru til og koma svo …
Lesa fréttina Hvaða DVD myndir eru til á Amtinu? - Yfir 3000 titlar í boði

Gönguferð um Amtið - Myndband - Amtið á fjórum mínútum með Hvanndalsbræðrum

Fyrir þá sem hafa aldrei komið á Amtsbókasafnið fannst okkur tilvalið að kynna safnið með stuttu myndbandi. Hér er gönguferð um Amtsbókasafnið á fjórum mínútum, undir afar hressandi lagi Hvanndalsbræðra. English version/Ensk útgáfa
Lesa fréttina Gönguferð um Amtið - Myndband - Amtið á fjórum mínútum með Hvanndalsbræðrum

Þorratilboðið á þrotum - 3 fyrir 2 lýkur um helgina

Nú um helgina lýkur þorratilboði Amtsbókasafnsins. Þorrinn hefur séð 3 fyrir 2 tilboð í fullum gangi, en þá má leigja sér efni að vild, fá þrjú en borga bara fyrir tvö. Hefur þetta verið mjög vinsælt í DVD-deildinni okkar. Við hvetjum alla til að koma á safnið í dag eða á morgun, laugardag, og ný…
Lesa fréttina Þorratilboðið á þrotum - 3 fyrir 2 lýkur um helgina

Versta mynd allra tíma? - Justin Bieber veldur vonbrigðum

Kvikmyndagúrúar og gárungar nota oft hina vinsælu heimasíðu IMDB (Internet Movie Database) til að mæla vinsældir kvikmynda. Notendur geta gefið kvikmyndum einkunn og þannig trónir Shawshank Redemption á toppnum yfir bestu myndirnar. Verstu myndirnar eru líka athyglisverðar en hjartaknúsarinn og …
Lesa fréttina Versta mynd allra tíma? - Justin Bieber veldur vonbrigðum

Ný bókabúð á netinu - Panama.is opnar

Panama.is er heitið á nýrri bókabúð á Netinu. Margir kjósa að kaupa bækur á netinu enda almennt ódýrara en að kaupa þær í bókabúðum. Að vafra um á netinu toppar þó aldrei að rölta um góða bókabúð og spóka sig. En verðið ræður hjá mörgum og eftir stutta netkönnun virðist vera sem Panama sé með mjög …
Lesa fréttina Ný bókabúð á netinu - Panama.is opnar

Húsfyllir í dansstemningu á Amtinu - Þjóðræknisfélagið fundar og dansar

Nú stendur yfir fundur á vegum Þjóðræknisfélags Íslands, Vesturfarasetursins og Vesturheims. Kynningarfundurinn er mjög vel sóttur og er hreinlega húsfyllir á safninu. Myndirnar tvær eru teknar fyrir stuttu síðan. Eins og sjá má hafa margir klætt sig upp í tilefni dagsins, sem er einkar skemmti…
Lesa fréttina Húsfyllir í dansstemningu á Amtinu - Þjóðræknisfélagið fundar og dansar

Kynningarfundur ÞFÍ, Vesturfarasetursins og Vesturheims - í Amtsbókasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17:00

Kynningarfundur ÞFÍ, Vesturfarasetursins og Vesturheims verður haldinn í Amtsbókasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17:00.         Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: Ávarp: Almar Grimsson, forseti ÞFÍ Landnám í Norður Dakota: Sýning á myndefni frá Pam Olafsson…
Lesa fréttina Kynningarfundur ÞFÍ, Vesturfarasetursins og Vesturheims - í Amtsbókasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17:00

Fræðslumyndir orðnar ódýrari - Aðeins 100 krónur og vikulán í þokkabót

Frá og með deginum í dag, 14. febrúar 2011, kostar aðeins 100 kr. að fá leigðar fræðslumyndir (7 daga útlán). Skiptir þá engu hvort um sé að ræða nýja mynd (með grænum miða framan á) eða ekki. Einfalt reikningsdæmi: 100 kr. / 7 dagar = 14,28 kr. á dag ... það er alltaf gott að koma á Amtsbókasafnið…
Lesa fréttina Fræðslumyndir orðnar ódýrari - Aðeins 100 krónur og vikulán í þokkabót