Áhyggjur af niðurskurði bókasafna - Bréf sent til ráðherra menntamála

Hér má sjá mynd af Amtsbókasafninu að utanverðu í byrjun desember

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fengið í hendurnar bréf frá stjórn Upplýsisingar, þar sem niðurskurði bókasafna er mótmælt. Við grípum hér niður í bréfið sem var einnig sent Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, Halldóri Halldórssyni, formanni SÍ og félögum í Upplýsingu.

"Nú hafa sjúkrabókasöfn á Landspítalanum í Fossvogi og við Hringbraut verið lögð niður. Kvennadeild Rauðakross Íslands sem rekur þessi söfn var með litlum fyrirvara, gert að tæma og skila húsnæði sem hún hafði yfir að ráða. Rök yfirmanns Landspítalans eru þau  að tímar hafi breyst og sjúklingar dvelji skemur á sjúkrahúsi en áður, ennfremur nefnir hann þá hæpnu fullyrðingu að bækur eigi verulegan þátt í að bera smit milli einstaklinga."

"Lög nr. 36/1997 um almenningsbókasöfn  ná yfir bókasöfn í sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og fleiri stofnunum sem er gert að skyldu að annast rekstur þeirra. Þegar slíkt safn er lagt niður þá er það í rauninni brot á fyrrnefndri löggjöf."

Í bréfinu er áhyggjum af niðurskurði bókasafna einnig mótmælt. Í bréfinu segir einnig:

"Það er því þungt hljóðið í félagsmönnum Upplýsingar, félags bókasafna- og upplýsingafræða og horfurnar framundan slæmar.  Menn óttast um atvinnu sína og hafa miklar áhyggjur af framtíð þjóðar þar sem vegið er að aðgengi almennings að upplýsingum og um leið að stórum hópi fólks sem á sér engan talsmann."

Bréfið var sent þann 10. mars en engin viðbrögð hafa litið dagsins ljós, enn sem komið er í það minnsta.




Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan